Skip to content

Algengar spurningar

Almennt

Hvernig virkar skilafrestur?

Við leysum öll skipta og skilamál með hverjum og einum á þann hátt sem hentar þér best.

Almennt: Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið ef gefa á endurgreiðslu. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Bláberg með spurningar.

Hvernig afhendið þið vörur

Vanalega með Dropp. Sjá ítarefni hér:

https://blaberg.is/pages/afhendingarmata

Get ég komið að skoða?

Við erum eingöngu vefverslun. Við erum með fljóta afhendingu og ekkert mál að skila ef þér líst ekki á.

Hinsvegar eru Chuango öryggisvörurnar okkar í til sölu í Byko (Breidd, Selfoss og Akureyri) og hægt að skoða þar.

Ég þarf að skipta eða skila, hvað geri ég?

Þú sendir okkur línu eða hringir og við finnum leið sem hentar þér! Ekkert mál.

Annaðhvort mælum við okkur mót á lagernum í 105 Reykjavik eða við bjóðum uppá að senda þér strikamerki með Dropp ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins.

Útivélar og öryggiskerfi í sama appi?

Þessi kerfi eru aðskilin í sitthvort appið. DreamCatcher life fyrir Öryggiskerfi frá Chuango en Tuya Smart fyrir Öryggismyndavélar utandyra sem leyfir þér að skoða efni marga mánuði aftur í tímann og margar vélar í einu.

Okkar reynsla er að til að bjóða uppá sem bestu útivelarnar þá þarf aðskilið app. Það er líka mikið úrval af fleiri snjallvörum fyrir Tuya appið hjá okkur!

Hvað af tækjunum ykkar láta vita af rafmangsleysi?

4G/WiFi Öryggiskerfið er gert til að láta vita samstundis af rafmangsleysi og virkar líka í rafmgnsleysi eða netleysi í allt að 7 tíma vegna SIMkorts og batterís.

Innstungan og Útimyndavélarnar (Wifi, POE) nota Tuya appið og þegar appið nær ekki sambandi við þessi tvö tæki þá færðu skilaboð en það getur annaðhvort verið netlaust eða rafmangslaust.

Öryggiskerfi - Chuango (Dreamcatcher life app)

Hvernig tengjast skynjarar stöðinni og hve langt frá mega þeir vera?

Öryggisstöðin sjálf þarf að tengjast þráðlausu neti (WiFi/4G), en skynjarar sem tengjast stöðinni (sem eru hurða-, hreyfi-, vatns- og reykskynjarar) tengjast með langdrægari tíðni við öryggisstöðina og því geta skynjarar geta verið allt af 40 metrum frá öryggisstöðinni.

Lætur öryggiskerfið vita ef rafmagnið fer af?

Já.

4G/WiFi öryggisstöðin lætur vita ef rafmagn og internet fer af.

En, WiFi Öryggiskerfið getur ekki látið vita ef rafmagnið fer af líka.

Báðar stöðvarnar eru með backup batterí sem gerir stöðunni kleift að virka án rafmagns í 4-8 tíma.

Er öryggiskerfið með útimyndavélar?

Öryggiskerfi og útimyndavélar eru tvö mismunandi kerfi.
Chuango kerfið er öryggiskerfi til að gera þér viðvart við umhverfisbreytingar og hreyfingar samstundis (eldur/reykur/vatnsleki) og fæla burt innbrotsþjófa. Inní chuango öryggiskerfinu eru til inni myndavélar sem ætlaðar eru að gefa þér auka hugarró að geta skoðað í þær og jafnvel skoðað mismunandi horn í húsinu úr einni snúandi myndvél. Einnig getur vélin látið vita um hvort fólk sé til staðar.
Dæmi um start pakka: https://blaberg.is/products/oryggiskerfi

Myndbands eftirlitskerfið okkar byggir á útimyndavélum sem má líka nota inni og er hannað til að hafa eftirlit en ekki vörn gegn inbrotum eitt og sér (annað en að hafa góðan fælingarmátt). Þetta kerfi hönnuðum við sjálf því okkur fannst vera gat á markaðnum fyrir svona þægilegar lausnir án mánaðarlegra áskrifta. Hægt að skoða myndefni allt að hálft ár aftur í tímann eða lengra.
Dæmi: https://blaberg.is/products/utimyndavel-wifi-64gb-2kDæmi: https://blaberg.is/collections/oryggismyndavelar/products/snjall-wi-fi-bullet-myndavel?variant=42961423827119Við mælum með að taka bæði öryggiskerfi og myndbandseftirlitskerfi í einhverju formi.

Geta margir notað öryggiskerfið í appinu?

Jú það er akkúrat hægt. Þú getur boðið fólki að hverju "heimili" sem kerfin eru sett upp í og má líka nota fyrir sumarbústaði.

Hvernig get ég notað kerfið ef ég er með tvær byggingar? Bílskúr t.d.

Hvað varðar tvær byggingar, ef þær eru mjög nálægt hvor annari þá sleppur það (t.d. bílskúr viðbyggt við hús) því skynjaranir drífa marga tugi metra.

Annars ef það eru sér inngangar sem í hvoru húsi sem eru notuð á sitthvorum tímanum í öðrum tilgangi myndum við mæla að vera með sér stöð í hvoru húsi því þá færðu líka sírenu í hvoru húsi (sírenan er innbyggð í stöðinni).

Hvað get ég tengt marga aukahluti við öryggisstöðina?

50 aukahluti við hverja stöð.

Virkar snjallinnimyndavélin án öryggiskerfisins?

Já, hún tengist WiFi og virkar ein og sér.

Virkar 5-in-1 Hitaskynjari og Hreyfiskynjari án öryggistöðvar?

Já! hann tengist á WiFi og virkar einn og sér - skynjar líka hreyfingum og virkar sem lítið öryggiskerfi!

Virkar snjallinnimyndavélin án öryggiskerfisins?

Já! Hún virkar á WiFi og hægt að nota þær sjálfstætt.

Ég var að skipta um WiFi, hvernig set ég öryggiskerfið og innimyndavélar upp?

Ef það er búið að skipta út WiFi og það er komið nýtt nafn og password þá þarf að endursetja hvert tæki og setja það upp á sama hátt og það var sett upp. Öryggisstöðvar missa ekki út skynjarana sem var bætt við þó tækið sé endurstillt. Sjá video leiðbeiningar

Ef nýja netið er aðgengilegt sem og gamla netið þá er hægt að fara inní stillingar á Öryggistöðinni inní Dreamcatcher appinu og inní stöðinni, velja: "Advanced settings" -> "Change network" og velja nýja netið.

Útimyndavélar Tuya (WiFi eða POE)

Hvernig tengi ég WiFi útimyndavélina í rafmagn?

OWiFi Útimyndavélin (ekki POE vélin) þarf rafmang úr flötum kapli sem er gerður til að loka opnanlegum fögum á (hurðar, gluggar, bílskúrshurðar). Eða ef þú ert með rafmagn úti eða í dós þá erum við með lítin spennubreyti passar í minnstu gerð dósa og hægt er að gefa myndavélinni afl 🔌 linkur spennubreyti: https://blaberg.is/products/5vdc-spennubreytir-ur-230vac-dos

Af hverju þarf ég útimyndavélar?

Myndbands eftirlitskerfið okkar byggir á útimyndavélum sem má líka nota inni og er hannað til að hafa gott eftirlit hvaðan sem er. Þú getur fylgst með aftur í tímann eða fengið tilkynningar um mannaferðir, hreyfingar eða netleysi/rafmagnsleysi í tuya smart appinu.

Okkar myndavélakerfi hönnuðum við sjálf því okkur fannst vera gat á markaðnum fyrir svona þægilegar lausnir án mánaðarlegra áskrifta.

Öryggiskerfi eða Myndavélakerfi?

Eftirlitskerfi notast við eftirlit en eru ekki vörn gegn innbrotum eitt og sér (annað en að hafa góðan fælingarmátt). Hægt er að skoða myndefni allt að hálft ár aftur í tímann eða lengra í tuya smart appinu.


Dæmi:

Útimyndavélin WiFi 2K

Útimyndavél POE 2K

Allar myndavélar

Við mælum með að taka bæði öryggiskerfi og myndbandseftirlitskerfi í einhverju formi.

Hvar opna ég stillingarnar fyrir útivélarnar?

Þú opnar Tuya/Smartlife appið og og velur myndavélina þína, þegar þú sérð myndavélina í beinni, þá ýtiru á punktana uppí hægra horningu. Þar sérðu allar stillingar.

Hvað geymir Wifi útivélin lengi upptöku? Bara þegar er hreyfing?

Fyrir 64GB kortin okkar þá ef þú stillir á "Event recording" þá geymir hún jafnvel í 6 mánuði (20x hreyfing á dag) eða lengur, ef það er ekki mikil hreyfing. Ef þú stillir á "Continous recording" þá tekur hún upp í 13 daga (7 daga á POE vélinni vegna hærri gæða) en hægt er að stækka kortið upp í 128 GB og ná allt að einum mánuði. Ef þú vilt meiri tíma þá mælum við með að tengja NVR tæki við POE vélarnar okkar.

Safnar myndavélin myndefni og eyðir aftan frá þegar minnið fyllist?

Vélin eyðir myndefni "aftanfrá". Elsta efnið eyðist og nýju efni bætt við.

Nemur vélin hreyfingu sem er bara snjór og rigning?

Nei, þú getur valið að kveikja á "human body filtering" og þá færðu engin skilaboð nema það sem myndavélin greinir sem manneskju.

Get ég haft hana inni og vísað út um gluggann til að byrja með?

Við mælum með að henda henni út um gluggan og setja eina eða tvær skrúfur í hana. Eina slæma við að hafa hana inni er að þegar það er myrkur þá glampar á gluggan vegna nætursjónar og þú sérð ekki út. Sérstaklega þá mánuði sem er dimmt þá er það pirrandi. Snjall innimyndavélin frá Chaungo er með stillingu til að slökkva á nætursjón og það er hægt að beina henni út um gluggann.

Get ég skoðað úr vélinni heima ef ég er með myndavélina annarsstaðar - þó síminn sé ekki tengdur WiFi hjá vélinni?

Já! Vélin tengist appinu hvaðan sem er svo lengi sem það er net þar sem myndavélin er.

Get ég sótt eitthvað forrit í tölvu svo ég geti skoðað vélina eða virkar bara appið í síma?

Appið virkar líka í tölvu og hér eru leiðbeiningar: https://blaberg.is/blogs/frettir/oryggismyndavelar-a-storum-skja

Get ég notað vélina með 4G router eða hnetu?

Já! Það virkar alveg eins og á venjulega wifi. Á nýrri gerðum 4/5G routera þarf stundum að stilla þá rétt - sjá leiðbeiningar https://blaberg.is/blogs/frettir/stilling-a-wifi-router-til-ad-nota-eingongu-2-4ghz-wifi-merkid

Það er ekki gott WiFi hjá mér eða útimyndavélin nær ekki sambandi, hvað er til ráða?

Það eru aðallega tveir hlutir svona almennt sem hægt er að gera þegar bæta þarf styrk milli myndavéla og routers.

1) Passa að routerinn sé stilltur á 2.4Ghz WiFi merki því það er langdrægara og hentar betur í samskipti við snjalltæki sem þurfa ekki mikinn hraða. Það er alltaf hægt að hafa 5Ghz WiFi merkið skýrt öðru nafni í routernum til að nota fyrir t.d. Sjónvarp sem þarf meiri hraða (leitið til leiðbeinga á routernum á netinu með því að Googla nafnið á routernum og "How to set 2.4Ghz network") https://blaberg.is/blogs/frettir/stilling-a-wifi-router-til-ad-nota-eingongu-2-4ghz-wifi-merkid.
2) Annað er að athuga hvort möguleiki sé að að koma routernum nær eða með færri veggjum á milli myndavélarinnar sem á í erfiðleikum með að tengjast. Eða athuga hvort möguleiki sé að bæta við öðrum router nær myndavélinni.

Auðvitað er hægt að kaupa líka router með stærri loftnetum en við eigum líka myndavél sem styður Ethernet/POE og WiFi og er með stóru loftneti ef það gæti hentað en hún er ætluð í meira krefjandi verkefni, Sjá hér: https://blaberg.is/collections/oryggismyndavelar/products/snjall-wi-fi-bullet-myndavel

Hvernig stilli ég ljósið eða næturstillinguna á útimyndavélunum ykkar?

Þú opnar Tuya/Smartlife appið og og velur myndavélina þína, þegar þú sérð myndavélina í beinni, þá ýtiru á punktana uppí hægra horningu og velur svo "nightvision mode" og velur eitt af eftirfarandi:

Auto mode - mælum með
Kveikir á ljósi við skynjaða
hreyfingu/fólk i myrkri, notar
annars ósynilega infrarauða
nætursjón við enga hreyfingu.
Sérstaklega gott sem þjófafæla.

IR mode Notar alltaf ósynilega infrarauða
nætursjón þegar það er dimmt
(ekkert ljós). Langdrægasta
stillingin, auðveldlega 20metrar

Color mode
Notar ljós begar bað er dimmt til
að sjá betur í lit á nóttinni en sér
adeins skemmra en IR mode, 7-10metra

4G Myndavélar

Hvenær þarf ég 4G myndavél?

Sérstaklega þar sem það er ekki gott aðgengi að rafmagni eða neti, þá er 4G myndavélar málið.

T.d. fyrir skúra, fjós, gæsaveiðar, refaveiðar, vinnusvæði, vinnuskúra, bryggjusvæði.

Ef það er gott rafmagn til staðar þá er oft ódýrt að kaupa 4G router með simkorti sem byr til WiFi. Svo setja upp WiFi myndavel frá okkur. Þá getur þú líka sett aðra myndavel úti jafnvel og wifi hitastigs skynjara.

Þarf hún hefðbundið símakort eða gsm gagnakort?

Vélin þarf simkort með sér símanúmeri með gagnamagni eða inneign til að nota gagnamagn. Simkortið fylgir með og hægt að fylla á það eða setja yfir á þína kennitölu með email á radjof@siminn.is eða í gegnum síminn.is

Við mælum með að skrá simkortið á þína kennitölu til að fylgjast með notkun.

Það er ekki hægt að hafa svokölluð gagnakort í 4G vélunum.

Er batterí innbyggt í 4G vélunum?

Já! það er innbyggt og hlaðanlegt. Sólarsellan hleður batteríið þegar það er sól.

Ef það er aðgangur að rafmagni er líka hægt að stinga vélinni í samband við rafmagn með micro usb kapli.

Dugar Sólarsellan allt árið um kring?

Já við höfum notað þær allt árið um kring án þess að þurfa hlaða þær. Það er nóg sól allt árið um kring en yfir Des/Jan þa skiptir máli að slökkva á hreyfiskynjun (PIR OFF) og skoða ekki oftar en 1x í viku í vélina (því það notar batterí).

Er hreyfiskynjun á 4G vélunum?

Já það er sérstakur skynjari til að skynja hreyfingu sem hægt er að stilla næmni eða jafnvel slökkva á. Fyrir áreiðanlega skynjun á hreyfingu þá þarf vélin að vera í hæð undir 3 metrum.

Hvað geyma 4G vélarnar upptökur lengi?

Allt að 2 ár á SD korti sem fylgir með. Það fer eftir fjöldanum á hreyfingum. En hver klippa er um 10-20 sekúndur vanalega þá er hægt að geyma 10 klippur á dag í marga mánuði.

POE útimyndavélin

Hvernig er best að skoða POE vélina í tölvu?

Besta lausnin er að nota NVR upptökutækið okkar ef þú vilt hafa myndavélarnar alltaf uppá skjá og í gangi.

Annars ef þú vilt bara skoða þær af og til og hafa þetta opið í smá stund þá er til önnur Lausn sem virkar með öllum Bláberg útimyndavélum frá okkur - sjá leiðbeiningar: https://blaberg.is/blogs/frettir/oryggismyndavelar-a-storum-skja

Önnur Lausn - ONVIF Viewer tól sem þú getur notað til að skoða svona myndavélar með ONVIF stuðning eins og POE vélin okkar en þetta er vanalega forrit sem þarf að kaupa og setja upp sérstaklega ( https://sourceforge.net/projects/onvifdm/ ). Sækir þetta forrit. Það er líka til snjall símaforrit sem heitir "IPCams". Athuga: Þessi forrit er bara hægt að nota á sama neti og vélin og ekki er hægt að spóla aftur í tímann - fyrir það skal nota tuya appið. Svo þarftu að fara inní eina POE útimyndavél í tuya appinu og fara í punktana uppi hægra meginn, svo "ONVIF" neðarlega og kveikja á því og setja inn nýtt lykilorð. Svo inní nýja windows tólinu geturu sett inn user: admin og password: sem þú valdir. 

Ryksuguvélmenni

Getur ryksugan moppað?

Hún getur Ryksugað, þurrmoppað eða blautmoppað. Það er sér moppustykki sem maður getur skelt á og sett vatn í það eða ekki.

Hvernig höndlar ryksugan dýrahár?

Við höfum góða reynslu og einnig góða reynslu af því frá viðskiptavinum okkar!

Getur hún ryksugað teppi?

Já, ef teppið er ekki hærra en 1.5cm