Skip to content

AFHENDING PANTANA

HVAÐ KOSTAR AFHENDING?

Höfuðborgarsvæði: ókeypis afhending með dropp á afhendingarstöð þeirra þegar verslað yfir 12.000kr. Kostar annars 790kr. https://www.dropp.is/kort

Utan höfuðborgar: ókeypis afhending með dropp á afhendingarstöð þeirra þegar verslað yfir 20.000kr um land allt. Kostar annars 1290kr. https://www.dropp.is/kort

Heimsending - innan og utan höfuðborgarsvæðis Ókeypis heimsending þegar verslað yfir 40.000kr um land allt. Kostar annars 1490kr

HVERSU LÖNG ER AFGREIÐSLA PANTANA?

Venjulega er einn dagur sem tekur að afgreiða pöntun þar til hún fer í sendingarferli.

 

HVERSU LANGUR ER SENDINGARTÍMI?

Hægt er að velja um að nokkrar leiðir til að fá vörur afhendar. Ef pantað er fyrir kl.17 á daginn sendum við næsta virka dag. Afhendingartími innan höfuðborgar er 2-3 dagar.

 

GET ÉG BREYTT EÐA HÆTT VIÐ PÖNTUN?

Þegar pöntun hefur verið gerð getur verið að ekki sé hægt að breyta eða hætta við pöntun ef við erum nú þegar búin að senda pöntunina af stað en endilega sendu skilaboð á blaberg@blaberg.is eða hringdu í síma 612-4414 og við gerum okkar allra besta til að geta orðið við þinni ósk, hvort sem þú vilt breyta eða hætta við pöntun. 

 

HVAÐA AFHENDINGARMÁTAR ERU Í BOÐI?

Við sendum með Dropp. Við bjóðum upp á nokkrar leiðir þar sem þú getur nálgast þína pöntun í grennd við þig. Annars vegar eru það afhendingarstaðir Dropp, Flytjanda stöðvar eða annars konar pikk öpp stöðvar. 

LANDSBYGGÐ AFHENDING

  • Dropp afhendingarmátar sem finna má á heimasíðu Dropp eru í boði um allt land eða með þjónustu aðilum Dropp hverju sinni: https://www.dropp.is/kort