Skip to content

Um okkur

Bláberg selur öryggiskerfi fyrir heimili og fyrirtæki þar sem stjórnin er við þína hönd. Við bjóðum eingöngu uppá vörur sem einkennast af einfaldleika við uppsetningu og góð notendaviðmót. Allar okkar vörur tengjast ýmist appi sem heitir DreamCatcher Life eða Tuya (virkar bæði fyrir iPhone og Android).


Engin mánaðarleg gjöld eru innheimt fyrir vöktun eða almenna notkun þar sem tæknin hefur náð miklum framförum í sjálfvirkri vöktun og eigendur okkar kerfa stilla sjálfir upp eigin vöktunum. Myndavélar og skynjarar láta vita um leið og hreyfing á sér stað og þá tekur þú ákvörðun um hvort frekari aðstoð þurfi að kalla til hverju sinni, þér að kostnaðarlausu!

 

 

Stefna Blábergs er að bjóða heimilum og fyrirtækjum upp á notendavæn og fullkomin öryggiskerfi með tengingum við eigin vöktunarkerfi sem fer fram í gegnum síma og tölvur eigenda öryggiskerfanna.

 

Eigandi netverslunarinnar blaberg.is er Smáberg ehf, kt. 561220-1900, Hofteigi 20, 105 Reykjavík. VSK númer er 139919. Eigandi og stjórnarformaður Smábergs er Snorri Stefánsson, Hátækniverkfræðingur.

 

Bláberg bæklingurSpurt og svarað frá Chuango