DreamCatcher life appið tengir öll Chuango snjalltækin saman.
Takk fyrir að versla við Bláberg.is
Ef þú hefur spurningar getur haft samband við okkur á spjallinu á þessari síðu eða með símanúmeri eða email sem má finna neðst á þessari síðu.
Með appinu tengirðu allar snjallvörurnar okkar saman og þrátt fyrir ótrúlegan fjölda stillingarmöguleika þá er uppsetningin mjög einföld og notendavæn.
Settu upp senur og reglur í appinu til að slökkva ljós sjálfkrafa eða láta ryksugana byrja að þrífa um leið og öryggiskerfið er sett á vörð.
Myndavélin tekur upp myndefni í nokkra daga sem hægt er að skoða í appinu. Einnig getur þú sett upp reglur til að slökkva á myndavélum þegar kerfið er tekið af, þegar þú kemur heim. En einnig færðu skilaboð þegar myndavélin skynjar manneskjur og þú færð ekki óþarfa skilaboð um falskar hreyfingar.
Með örfáum stillingum verður heimilið þitt að snjallheimili!
Hvert tengt tæki í appinu hefur fjóra flýtihnappa sem sýna helstu stillingar og flýtileiðir.
Við hlustum!
Appið er í stöðugri þróun til að aðlagast þörfum viðskiptavina. Endilega sendið okkur skilaboð eða sendið “feedback” í gegnið appið og við tökum breytingar þínar til greina við næstu uppfærslu á appinu.
Með DreamCatcher life appinu getur þú stjórnað öryggiskerfinu þínu hvaðan sem er.
Þú færð viðvörunartilkynningar í rauntíma, getur skoðað gamlar færslur, sett upp senur og fleira!
Þegar myndavélin skynjar hreyfingar manna eða barnagrátur, sendir hún þér rauntíma tilkynningu. Einnig merkir hún inn allar hreyfingar í appinu svo auðvelt er að skoða þær.
Myndavélin tengist WiFi og hægt er að hreyfa og snúa henni í allar áttir í gegnum appið.
Með snjöllu ljósaperunum okkar og DreamCatcher life appinu eru engin takmörk!
Stilltu birtuna og mýkt ljóssins.
Settu á hvaða lit sem er.
Settu upp sjálfkrafa stillingar fyrir ljósin þín til að slökkva og kveikja á þeim. T.d. við sólsetur og sólarupprás.
DreamCatcher life appið gerir þér kleift að búa til mismunandi senur sem hægt er að aðlaga eftir þínum þörfum.
Með Amazon Alexa eða Siri® geturðu auðveldlega stjórnað viðkomandi senum með röddinni þinni í gegnum appið.