Öryggismyndavélar á stórum skjá
Með öryggismyndavélum frá okkur er hægt að að skoða beint streymi í myndavélum í vafra. Þetta virkar fyrir bæði 2K WiFi vélina (sjá vöru) og 4G myndavélina (sjá vöru) okkar sem notast við Tuya appið.
Hvernig tengist þú?
- Þú þarft að eiga Tuya account og hafa sett upp appið
- Opnaðu þennan hlekk í tölvu: https://protect-eu.ismartlife.me/
- Næst opnar þú appið og smellir á "+" uppí hægra horninu og velur "Scan" og beinir myndavélinni á símanum að QR kóðanum í tölvunni - þá opnast skjár með valmynd og þínum myndavélum í tölvunni.