Skip to content

Skilmálar

Aðgangur og notkun netverslunarinnar blaberg.is er háð eftirfarandi skilmálum.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við Bláberg í gegnum messenger á facebook, eða með pósti í blaberg@blaberg.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 661-5121 ef um áríðandi erindi er að ræða.

Almennt

Bláberg áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Bláberg ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Bláberg til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Nánari upplýsingar

https://blaberg.is/pages/afhendingarmata

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið ef gefa á fullaendurgreiðslu. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Bláberg með spurningar.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattur og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Ábyrgð

Bláberg.is tekur ekki ábyrð á rangri notkun kerfisins né ábyrgð gegn innbrotum. Öryggiskerfin okkar eru ekki brunavarnakerfi í rekstrar rýmum fyrirtækja en geta auðvitað látið vita um reyk í þeim rýmum og gefið skilaboð í síma.  

 

 

Netverslunin blaberg.is er í eigu Tuenda ehf, kt. 561220-1900, Hofteigi 20, 10Reykjavík. VSK númer er 139919.

 

Hér að neðan finnur þú meiri upplýsingar og skjárkot úr appinu sem koma þér enn lengra í uppsetningunni

Takk fyrir að versla við Bláberg.is

Ef þú hefur spurningar getur haft samband við okkur á spjallinu á þessari síðu eða með símanúmeri eða email sem má finna neðst á þessari síðu.

Náðu í appið!

Náðu í appið!

Skannaðu QR kóðann eða smelltu hér á takkan hér fyrir neðan!

Hér!
DreamCatcher Life, einfaldleiki og sjálfvirkni

DreamCatcher Life, einfaldleiki og sjálfvirkni

Með appinu tengirðu allar snjallvörurnar okkar saman og þrátt fyrir ótrúlegan fjölda stillingarmöguleika þá er uppsetningin mjög einföld og notendavæn.

Settu upp senur og reglur í appinu til að slökkva ljós sjálfkrafa eða láta ryksugana byrja að þrífa um leið og öryggiskerfið er sett á vörð.

Myndavélin tekur upp myndefni í nokkra daga sem hægt er að skoða í appinu. Einnig getur þú sett upp reglur til að slökkva á myndavélum þegar kerfið er tekið af, þegar þú kemur heim. En einnig færðu skilaboð þegar myndavélin skynjar manneskjur og þú færð ekki óþarfa skilaboð um falskar hreyfingar.

Með örfáum stillingum verður heimilið þitt að snjallheimili!

Snjallar flýtileiðir

Snjallar flýtileiðir

Hvert tengt tæki í appinu hefur fjóra flýtihnappa sem sýna helstu stillingar og flýtileiðir.

Við hlustum!

Appið er í stöðugri þróun til að aðlagast þörfum viðskiptavina. Endilega sendið okkur skilaboð eða sendið “feedback” í gegnið appið og við tökum breytingar þínar til greina við næstu uppfærslu á appinu.

Settu á vörð!.. Hvaðan sem er

Settu á vörð!.. Hvaðan sem er

Með DreamCatcher life appinu getur þú stjórnað öryggiskerfinu þínu hvaðan sem er.

Þú færð viðvörunartilkynningar í rauntíma, getur skoðað gamlar færslur, sett upp senur og fleira!

Snjöll AI-Myndavél

Snjöll AI-Myndavél

Þegar myndavélin skynjar hreyfingar manna eða barnagrátur, sendir hún þér rauntíma tilkynningu. Einnig merkir hún inn allar hreyfingar í appinu svo auðvelt er að skoða þær.

Myndavélin tengist WiFi og hægt er að hreyfa og snúa henni í allar áttir í gegnum appið.

Snjöll ljósastýring

Snjöll ljósastýring

Með snjöllu ljósaperunum okkar og DreamCatcher life appinu eru engin takmörk!

Stilltu birtuna og mýkt ljóssins.

Settu á hvaða lit sem er.

Settu upp sjálfkrafa stillingar fyrir ljósin þín til að slökkva og kveikja á þeim. T.d. við sólsetur og sólarupprás.

Snjallar senur

Snjallar senur

DreamCatcher life appið gerir þér kleift að búa til mismunandi senur sem hægt er að aðlaga eftir þínum þörfum.

Með Amazon Alexa eða Siri® geturðu auðveldlega stjórnað viðkomandi senum með röddinni þinni í gegnum appið.