Útimyndavél WiFi 64GB 2K upplausn
Þolir íslenska veðrið og vind!
Úti öryggismyndavél sem þolir íslenska veðrið og vind! Tekur upp í 2K upplausn og þarfnast ekki neins nema smá rafmagns og WiFi. Skynjar hreyfingu, fólk eða hljóð og tekur beint upp á innifalið minniskort til að spila fyrir þig í símanum þínum hvar sem er.
Myndavélin notast við Tuya Smart appið (eða Smart life) og leyfir þér að skoða margar myndavélar á sama tíma.
Sjá einnig algengar spurningar með fullt af svörum við spurningum sem við höfum fengið.
Leiðbeiningar á íslensku
*Athugið að þetta myndband er ekki í 2k upplausn og lítur því enn betur út í raun
Eiginleikar
- Upptaka á innifalið 64GB SD kort á vélinni.
- Tengist við WiFi og þú fylgist með í Tuya appinu hvaðan sem er!
- Stillanlegar tilkynningar við: hreyfingu, hljóð og/eða fólk með myndgreiningu
- Hægt er að afmarka svæði sem skynjar hreyfingu.
- Infrared nætursjón eða sterku ljósi virkist við skynjaða hreyfingu (það hægt að slökkva líka).
- Þægilegt að skoða allt myndefni yfir seinustu vikur á 64GB SD kortinu sem fylgir inní síma eða á spjaldtölvu.
- Ef stillt er á upptöku við hreyfingu og það er hreyfing til dæmis x10 á dag þá getur þú skoðað myndefni marga mánuði aftur í tíman án þess að greiða fyrir geymslu á gögnunum.
- Hægt er að vista myndefni beint í síma.
- Hægt er að hraðspóla í gegnum myndefni og skoða margar myndavélar á sama tíma.
Uppsetning
- Flatur kapall með USB gengur frá vélinni gengur í spennubreyti og í venjulega innstungu.
- Auðvelt er að koma þunnum kaplinum inn um dyr eða glugga í innstungu og því krefst ekki mikillar fyrirhafnar við uppsetningu.
- Ef þú nærð ekki í innstungu þá geturu fengið ódýra framlengingu eða ef þú vilt tengja í rafmangsbox þá erum við með lítin hentugan spennubreyti í verkið.
- Það sem þarf:
- WiFi tengingu
- Innstunga (inn við glugga eða hurð)
- Skrúfjárn
- (Kannski) Borvél ef þú þarft að festa vélina á steyptan vegg.
- Linkur á leiðbeiningar í PDF formi
- Leiðbeiningar á íslensku
Stillingar inní appi
Að fara inní stillingar
Hreyfiskynjun og skilaboð í síma
Nætursjón
Tækniupplýsingar
Myndgæði |
2k QHD (2304x1296px) |
Wi-Fi |
Já, 2.4Ghz |
Sjónsvið |
95° |
Nætursjón |
Infrared nætursjón með stillanlegu sterku ljósi, virkjast við skynjaða hreyfingu |
Hljóð |
Innbyggður hátalari og hljóðnemi fyrir samskipti og upptöku við hljóðskynjun. |
Hreyfiskynjun |
Með myndgreiningu á tilgreindu svæði eða á fólki |
Myndflaga |
1/2.8" Progressive CMOS |
Stærð vélar |
7 x 8.8 x 13 cm |
IP Stuðull |
IP65 - Vélarnar hafa staðið úti í nokkur ár á íslandi án vandræða. |
Hita- og rakaþol |
Vottað -10°C til 55°C |
Litur |
Hvítur |
Aflgjafi |
5VDC 1A. Fast tengi úr myndavél í USB. Spennubreytir fylgir. |
Geymslurými |
64GB micro SD kort innifalið (styður allt að 128GB) |
Skýjastuðningur |
Já |