Skip to content

Útimyndavél 2k 64GB leiðbeiningar

Varstu að fá Útimyndavél frá Bláberg.is?

Hér eru leiðbeiningar sem hjálpa þér að komast leiðar þinnar.

Skref 1: Sækja og Setja upp TUYA Smart Appið

  1. Sækja Appið og setja upp

    • Fyrir Android: Farðu í Google Play Store.
    • Fyrir iOS: Farðu í Apple App Store.
    • Leitaðu að "TUYA Smart" og sæktu appið.
    • Þegar það hefur verið sótt, settu appið upp á snjallsímann þinn.

Skref 2: Búa til Reikning og Skrá þig Inn

Opna Appið:

  • Ræstu TUYA Smart appið á símanum þínum.
Búa til Reikning:
  • Ef þú ert ekki með aðgang, ýttu á "Register"
  • Sláðu inn netfangið þitt og búðu til lykilorð.
  • Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að staðfesta reikninginn þinn.
  • Sláðu inn innskráningarupplýsingarnar þínar og skráðu þig inn.

    Skref 3: Bæta við Úti Öryggismyndavél Blábergs

    Bæta við Tæki:

    • Ýttu á "+" táknið efst til hægri á aðalskjá appsins og "Add device"
    • Veldu "Camera & Lock" úr listanum yfir tækjagerðir.
    • Veldu "Smart Camera (Wi-Fi) " úr valkostunum.


    Kveikja og endursetja myndavélinni:
    • Tengdu TUYA WiFi öryggismyndavélina og kveiktu á henni.
    • Gakktu úr skugga um að myndavélin sé í pörunarstillingu (Blá ljósið blikkar og bíp heyrist reglulega frá vélinni).
    • Ef vélin er ekki í pörunarham ( gefur ekki frá sér bíp reglulega á nokkura sekúndu fresti) þá þarftu að halda inni reset takkanum sem er undir gúmmí flipanum í 5 sekúndur þar til heyrist hljóð.

      Tengjast WiFi:

      • Appið mun biðja þig um að slá inn SSID og lykilorð WiFi netsins þíns.
      • Gakktu úr skugga um að síminn þinn sé tengdur sama WiFi net og þú vilt að myndavélin þín tengist.
      • Auðvelt er að afrita/copy-a inn lykilorðið í iphone í settings svona:
      • Passaðu að netið þitt sé eingöngu að nota 2.4Ghz wifi merkið. Frekari leiðbeiningar hér
      • Sláðu inn upplýsingarnar og ýttu á "Next"
      Láta Myndavélina skanna QR Kóðan á skjánum á símanum þínum:
      • Appið mun búa til QR kóða á skjá símans þíns úr net upplýsingum að ofan
      • Haltu QR kóðanum fyrir framan linsu myndavélarinnar þar til þú heyrir staðfestingarhljóð. 
      • Gott er að hækka birtuna á skjánum og hreyfa síman fram og til baka rólega upp að 20-30cm í burtu frá myndavélinni
      • Appið mun sýna hleðsluskjá meðan það tengist myndavélinni. Þetta getur tekið 30 sekúndur en vanalega ekki lengur
      • Þegar tenging hefur náðst, munt þú sjá staðfestingarskilaboð.

      Nefna Myndavélina þína:

      • Gefðu myndavélinni einstakt nafn til auðkenningar, eins og "Aðaldyr Myndavél" eða "Stofa Myndavél."

       

      Vesen við uppsetningu?

      • Ef að að seinasta skrefið gengur ekki gæti þurft að athuga hvort lykilrorðið sé ekki rétt stillt og að wifið sé bara á 2.4Ghz. Þá þarf að endurræsa vélina, taka úr sambandi og setja aftur í samband, jafnvel halda inni reset takkanum undir gúmmí flipanum í 5 sekúndur og byrja ferlið aftur.
      • Ef það gengur ekki, taktu myndband af ferlinu með öðru símtæki og sýndu okkur hvað virkar ekki með því að senda okkur email á blaberg@blaberg.is og þá getum við klárlega fundið út úr þessu með þér!

      Skref 4: Nota TUYA WiFi Öryggismyndavélina þína