Skip to content

Upptökutæki fyrir POE myndavélar

by Tuya
15% Afsláttur 15% Afsláttur
Upprunalegt verð 33.990 kr
Upprunalegt verð 33.990 kr - Upprunalegt verð 33.990 kr
Upprunalegt verð 33.990 kr
Verð 28.892 kr
28.892 kr - 28.892 kr
Verð 28.892 kr
SKU BERG0035

NVR upptökutæki 

Ath: Myndvélar seldar sér POE myndavél

NVR (Network video recorder) aukahlutur fyrir POE myndavélina okkar - sem býður upp á geymslu gagna á hörðum disk ( HDD hörðum disk) á miðlægum stað (stækkanlegt í 8TB) sem og að skoða myndavélar á beintengdum skjá.

NVR tækið getur greint fólk með myndgreiningu og gefið tilkynningar og er með hljóðupptöku. NVR tækið er með stækkanlegt pláss upp í 8TB með nokkrum skrúfum og býður upp á HDMI og VGA til að beintengja í skjá og hafa uppá vegg til dæmis. Enginn harður diskur kemur í þar sem margir vilja bara nota NVR tækið til að hafa auka skjá þar sem hægt er að fylgjast með öllum vélum samtímis. Hver myndavél er með 64GB innbyggðu minni sem hægt er að nota til að vista allar hreyfingar yfir marga mánuði.

POE - bara ein ethernetsnúra

Myndavélarnar fá rafmagn yfir ethernet beint í NVR tækið og því þarf ekki sérstakan POE switch né 230V að myndavélinni, eingöngu ethernet kapal beint í NVR tækið. Einnig er hægt að tengja þær við 12V og WiFi ef svoleiðis innviðir eru til staðar. Myndavélarnar eru undirbúnar fyrir erfið veðurskilyrði, með IP66 vatns-/veðurvörn. Til að sjá í myrkri þá eru myndavélarnar með innrauðri nætursjón í allt að 25m fjarlægð. 

Appið

Í gegnum Tuya Smart appið geturðu nálgast NVR tækinu hvenær sem er fjarstýrt með Ethernet snúru. Einnig geturu skoðað hverja myndavél án þess að tengjast NVR tækinu ef það hentar betur.


Með þessari vöru þarf að kaupa sérstaklega POE myndavélarnar okkar eða aðrar myndavélar sem styðja ONVIF staðalinn.

Hinsvegar fylgir með:
- NVR tæki með stuðning fyrir 8 vélar
- 8 10metra Ethernet snúrur
- Aflgjafi fyrir NVR tæki
- Mús
- HDMI og VGA tengi eru á NVR tækinu
- Hægt er að nettengja tækið með WLAN snúru í netbeini en þess er þó ekki nauðsynlegt þörf

Uppsetning

Lýsing á ferlinu stuttlega: Setja þarf upp hverja myndavél fyrir sig inní Tyua Smart appið með WiFi eða Ethernet/POE tengingu. Best er að nota þá leið til að nettengja (WiFi eða Ethernet/POE tengingu) myndavélina sem þú ætlar að nota við lokauppsetningu myndavélarinnar. Svo kveikir þú á þú á ONVIF stillingunni inní appinu og setur lykilorð fyrir hverja myndavél og að lokum útskýrum við hvernig þú tengir upptökutækið og stillir það til að tengjast hverri myndavél sem þú settir upp og settir lykilorð fyrir.

Skref 1: Náið í Tuya appið ef það er ekki núþegar sett upp hjá ykkur og stofnið aðgang

Skref 2: Byrjið á að setja upp hverja myndavél fyrir sig. Með því að ýta á "+" eða "add device" og kveikið á myndavélinni. Myndavélin er í pörunarham fyrst þegar kveikt er á henni. Ef þú tengir vélina í ethernet/POE þá á hún að birtist hreinlega í appinu og þið gerið bara "add". Ef þú notar WiFi þá velur þú að bæta við myndavél með WiFi stillingu, og þarft þá að setja inn wifi lykilorð sem vélin notar til að fara inná netið sem þú ert inná. 

Skref 3: Opnið stillingarnar á myndavélinni. Það eru punktar eða penni uppí hægra horni þegar þú ert búin að opna upphafsskjá myndavélarinnar. Farið næst inní ONVIF og kveikið á því og þá ertu beðinn að velja lykilorð. Veldu sterkt lykilorð og skrifaðu það niður: Einn hástafur, einn tölustafur, eitt merki/symbol og hafðu það amk 10 stafi. Notenda nafnið er "admin" svo það er mikilvægt að hafa lykilorðið sterkt.

Skref 4: Endurtaktu þetta fyrir allar myndavélarnar og hafðu sama lykilorð fyrir allar myndavélar.

Skref 5: Fylgdu uppsetningarferli upptökutækisins. Það fylgir lítill bæklingur með sem lýsir helstu skrefunum. Sjá myndir efst á þessari síðu sem sýnir hvernig þetta mun líta út ef rétt sett upp - ef þú ert í vandræðum sendu okkur línu á blaberg@blaberg.is

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)