Skip to content

Stilling á WiFi Router til að nota eingöngu 2.4GHz WiFi merkið

 

Stundum þarf að slökkva á 5Ghz wifi merki frá router og notast bara við 2.4Ghz til að tryggja að myndavélar geti náð sambandið við routerinn eða hnetur. Það gerist þó ekki alltaf og fer eftir framleiðenda - oftast sjáum við þetta hjá 4G/5G Netbeinum. Það er þó auðveld lausn við þessu vandamáli:

Ef ske kynni að ekki gengur að para myndavélina við netið þá eru hér leiðbeiningar sem við notumst við og eru oft svipaðar fyrir netbeina. Sjá linka neðst.

Það þarf að logga sig inn á routerinn og finna stillingu sem heitir oft WiFi settings/General settings eða Basic settings og haka úr 5Ghz WiFi merkinu eins og má sjá á skjáskotinu hér að neðan.

 

D024FCA6FB7647058A3992D8B4ED6AB0.png

 

Hér er mikilvægt að hafa bara hakað í 2.4GHz til að tryggja sem langdrægasta merkið og einnig til að myndavélin parist auðveldlega við netið.

 

2DB77D4A3E1D42E6A570A4170C930F5F.png

 

Hér er dæmi um leiðbeiningar hjá Nova:

https://support.nova.is/hc/is/articles/360010843917-Huawei-H112-372-5G-box-Stillingar

Hér eru listi af netbeinum frá símanum og undir þínum router gætir þú fundið nákvæmar leiðbeiningar: 

https://www.siminn.is/adstod/leidbeiningar-um-beini 

Ef þú hefur frekari spurningar þá máttu endilega senda okkur póst á blaberg@blaberg.is - Takk!

 

Next article Öryggismyndavélar á stórum skjá