Skip to content

Öryggismyndavélar Persónuvernd

Upplýsingar um Öryggisupptökur og Vernd Persónuupplýsinga

Það er á ábyrgð kaupenda / eiganda öryggiskerfis og myndavélakerfa hverju sinni að standast kröfur persónuverndar þegar það kemur að upptöku. Við hjá Bláberg setjum kerfið upp í sameiningu og með mið af reglum perónuverndar! 

Til að finna hvern á að hafa samband við vegna myndavélar frá Bláberg, sjá skilti á eigninni sem segja til um ábyrgðaraðila.

Hjá Bláberg leggjum við mikla áherslu á að aðstoða fyrirtæki, húsfélög og heimili við að tryggja öryggi og nauðsynlegt eftirlit þeirra með réttum búnaði. Við bjóðum upp á hágæða öryggislausnir, þar á meðal öryggismyndavélar fyrir heimili, fyrirtæki og opinbera staði. Þessar lausnir eru hannaðar til að veita hámarks öryggi á sama tíma vinnum við að því að uppfylla íslenskar reglur um persónuvernd og varðveislu gagna. 

Öryggi og Ábyrgð

Bláberg veitir fyrirtækjum og heimilum nauðsynleg tæki og þekkingu til að tryggja að öll gögn sem safnast með öryggismyndavélum séu meðhöndluð á öruggan hátt og í samræmi við íslensk lög. Við leggjum okkur fram um að fræða og aðstoða viðskiptavini okkar við að nýta upptökur á réttan hátt til að auka öryggi og koma í veg fyrir afbrot. 

Reglur um Upptökur og Notkun Myndavéla

Samkvæmt íslenskum lögum, einkum Persónuverndarlögum, er notkun eftirlitsmyndavéla háð ákveðnum skilyrðum. Bláberg veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf og tól til að uppfylla þessi skilyrði:

1. Tilgangur: Upptökur skulu aðeins gerðar í þeim tilgangi að tryggja öryggi fólks og eigna.
2. Upplýsingaskylda: Við setjum fram lausnir sem tryggja að skilti eða önnur tilkynning sé áberandi svo að fólk sé meðvitað um að upptaka fer fram og við hvern skal hafa samband varðandi kerfið.
3. Geymsla Upptaka: Bláberg býður upp á örugg geymslukerfi þar sem upptökur eru geymdar á öruggum stað og aðeins aðgengileg þeim sem hafa heimild til að sjá þau.
4. Aðgangur að Gögnum: Við bjóðum upp á aðgangsstýringarkerfi sem tryggja að aðgangur að upptökum sé takmarkaður.
5. Eyðing Gagna: Bláberg útvegar búnað og þekkingu til að tryggja örugga eyðingu gagna.

 

Húsfélög

Bláberg setur upp myndavélarkerfi fyrir húsfélög og aðstoðar við ferlið.

A) Það er þörf á samþykki á formlegum húsfundi áður en setja má upp myndavélakerfi.

B) Fylgja þarf sömu persónuverndalögum og við lýsum að ofan varðandi tilgang, kennslu, eyðingu gagna osfv sem okkar þjónusta hjá Bláberg tryggir þér.

Beint frá persónuvernd (smella hér): 
Þegar setja á upp eftirlitsmyndavélar í sameign fjöleignarhúsa þarf samþykki löglega boðaðs húsfundar samkvæmt fjöleignarhúsalögum. Eftirlitsmyndavélar mega ekki ná út fyrir svæði sameignarinnar, svo sem inn á séreignir íbúa eða almannafæri. Samþykkishlutfallið ræðst af lögum um fjöleignarhús. Frekari upplýsingar má finna undir „Gátlisti fyrir notkun eftirlitsmyndavéla“.

Fyrirtæki

Bláberg setur upp myndavélarkerfi fyrir fyrirtæki og aðstoðar við ferlið.

A) Eigendur og ábyrgðaraðilar fyrirtækisins þurfa þjálfun og kennslu á búnaðinn.

B) Eigendur og ábyrgðaraðilar þurfa að kynna sér reglur upptöku á vinnustaðnum hér og einnig getur Bláberg aðstoðað við að fylgja reglum perónuverndar.

Einstaklingar

Á þinni eigin eign sem er ekki með umgengi almennings getur þú haft upptöku til eigin nota. Passa þarf að sjónarhorn myndavéla fari ekki út fyrir lóðarmörk. Ráðlagt er að setja upp viðeigandi merkingar að upptaka sé í gangi og að upptökubúnaður sé sýnilegur.

Að lokum:

Bláberg er staðráðið í að hjálpa viðskiptavinum sínum að tryggja öryggi sitt með réttu tækjunum, þekkingunni og búnaðinum. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft frekari ráðgjöf um hvernig hægt er að fylgja lögum og reglugerðum varðandi öryggismyndavélar og gögn.