
CO2 Kóltvísýrings skynjari
Gasskynjari sem skynjar CO2 kóltvísýring (ppm), hitastig(°C), og rakastig(%). Skynjarinn getur tengst WiFi og hægt er að fylgjast með gildunum hvaðan sem er í gegnum Tuya appið.
CO2 eða Koltvísýringur er mæling sem oft er kennd við loftgæði innandyra. Við öndum öll frá okkur CO2 og hækkuð CO2 gildi valda óþægindum og er það einkum algengt innandyra. Ekki er æskilegt að gildið fari yfir 1000ppm en það getur reynst hættulegt að gildið fari yfir 2500ppm. Mælirinn gefur frá sér vægt viðvörunarhljóð við 2500ppm og sem er merki þess að eigi að lofta út og jafnvel yfirgefa svæðið um stund.
Skynjarinn er tengdur í rafmagn með usb kapli sem fylgir.
Nákvæmni nemur 5% skekkju á mæligildinu sem nær frá 400-5000ppm.
Mælirin er ætlaður til notkunar innandyra en virkar frá -10°C til 50°C (+-2°C)
