
Auka Sírena fyrir Öryggisstöð
Allar öryggistöðvar frá Chuango er núþegar með innbyggða sírenu. En fyrir stærri hús og fyrirtæki getur verið nauðsynlegt að láta hljóðið berast lengra. Einnig tilvalið í bílskúr eða viðbyggingu ef öryggisstöðin (með innbyggðu sírenu) er langt í burtu frá því rými.
Þessi auka sírena er mjög hávær (90dB), notar sterkt blikkljós og tengist með langdrægu merki við öryggisstöðvarnar frá Chuango.
Helstu eiginleikar:
- Þarfnast öryggisstöðvar
- Fyrirferðarlítil og þráðlaus hönnun
- Auðveld uppsetning beint í innstungu
- Samhæft við öll Chuango viðvörunarkerfi
- Möguleiki á „Mute“ stillingu t.d. Sem hægt er að slökkva bara á þegar farið er í lengri ferðir í appinu.
- Getur einnig verið notað sem næturljós